Eyðing

Lög um geymslu gagna er mismunandi eftir tegund skjala. Bókhaldsskjöl eiga t.d. að geymast í sjö ár frá útgáfudegi. Flest fyrirtæki kjósa að láta okkur sjá um að eyða fylgiskjölum þegar þau eru komin á tíma.

Ef fyrirtæki hafa látið skrá eyðingardagsetningu fyrir sína kassa. Þá höfum við samband og látum vita þegar komin er tími á eyðingu. Ef fyrirtækið vill að við setjum í eyðingu þá útbúum við þar til gerða eyðingarverkbeiðni sem þarf að vera undirrituð áður en við tökum til kassana og látum eyða.