Upplýsingaöryggisstefna Gagnageymslunnar ehf.

 

Starfsemi

Gagnageymslan sérhæfir sig í geymslu trúnaðargagna, sem vistuð eru á margvíslegum miðlum, m.a. pappír, filmum, segulböndum, hörðum diskum og símum.

Til­gangur

Til­gangur upp­lýs­inga­ör­ygg­is­stefnu Gagnageymslunnar er að tryggja sem best ör­yggi upp­lýs­inga fyrirtækisins, starfsmanna og viðskiptavina þess með sjálfbærni og trúnað að leiðarljósi.

Um­fang

Upp­lýs­inga­ör­ygg­is­stefnan nær til starfsstöðva Gagnageymslunnar, starfsmanna, tæknibúnaðar og gagna í eigu og umsjón fyrirtækisins.

Markmið

Markmið Gagnageymslunnar með upplýsingaöryggisstefnu þessari er að:

  • Leynd upplýsinga og trúnaði sé viðhaldið í samræmi við eðli upplýsinganna, lög og reglur.
  • Tryggja réttleika og rétta meðhöndlun þeirra upplýsinga sem eiga uppruna sinn hjá félaginu.
  • Sérhver vinnsla félagsins á upplýsingum starfsmanna og viðskiptavina sé unnin í samræmi við samninga og lagalegar skyldur og í samræmi við þær tæknilegu og skipulegu öryggisráðstafanir sem félagið hefur ákveðið.

Leiðir

Leiðir Gagnageymslunnar að markmiðum öryggisstefnunnar eru:

  • Markviss uppbygging og skilvirkt viðhald nauðsynlegrar aðstöðu, búnaðar og ráðstafana sem hið raunlæga öryggi og gæði þjónustu byggir á.
  • Regluleg rýni á framkvæmd verklagsreglna og tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana.
  • Tryggja með samningum við starfsmenn, viðskiptavini og verktaka að upplýsingaöryggis og trúnaðar sé gætt í hvívetna.
  • Regluleg þjálfun starfsmanna í meðhöndlun gagna viðskiptavina, sértæk þjálfun og daglegt eftirlit.
  • Vöktun á breytingum á lagalegu umhverfi og aðlögun aðferða, tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana, skjölunar og verklags að þeim breytingum.
  • Samningar við þjónustuaðila sem koma að rekstri upplýsingakerfa fyrirtækisins, vistun og meðhöndlun gagna.
  • Öryggi upplýsingakerfa, vélbúnaðar og gagnavistunar sé tryggt með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum, svo sem með aðgangsstýringum að upplýsingakerfum.

Staðfesting

Upplýsingaöryggisstefna þessi samþykkt af stjórn Gagnagagnageymslunnar ehf. 2.1.2023