Stutt ágrip af sögu fyrirtækisins

Gagnageymslan ehf. var stofnuð árið 1996 og er fyrirtækið dótturfyrirtæki Gagnaeyðingar.

Húsnæði Gagnageymslunnar er staðsett á Smiðshöfða 1 og er sérhannað til starfseminnar. Húsnæðið er tengt öryggismiðstöð allan sólarhringinn sem fylgist með bruna-, þjófa og rakavörn.

Í byrjun var unnið mikið frumkvöðlastarf og leitað var til belgíska fyrirtækisins Merak til aðstoðar við uppsetningu starfseminnar. Sérfræðingar frá Merak aðstoðuðu við uppsetningu rekka-kerfis, innleiðingu hugbúnaðar og þjálfun starfsmanna.

Gagnageymslan ehf. opnaði á vormánuðum 1997 og í dag geyma viðskiptavinir rúmlega 12.000 kassa hjá okkur eða um 100-150 tonn af skjölum og öðrum gögnum.

Framtíðin

Í nánustu framtíð mun Gagnageymslan bjóða viðskiptavinum sínum uppá margskonar nýbreyttni í geymslu gagna hvort sem um er að ræða tölvutæk gögn eða hefðbundin pappírsgögn.

Starfsmenn

Rúnar Már Sverrisson – Sími: 897-0713

Einar – Bílstjóri

Björn Jónsson – Starfsmaður

Hafa samband

Smelltu hér til að senda fyrirspurnir