Upplýsingar
Skjöl
Eyðing
Skjöl geymd hjá okkur
Viðskiptavinir okkar geyma hjá okkur flestar tegundir skjala en þar má nefna:
- Fylgiskjöl bókhalds
- Samninga
- Málafærsluskjöl
- Teikningar
- Filmur og Myndir
Bókhaldslög
Bókhaldslögin eru skýr er varðar geymslu skjala sem tengjast rekstri fyrirtækja. Í 20. grein bókhaldslaga segir:
- Allar bækur, sem fyrirskipaðar eru í lögum þessum, ásamt bókhaldsgögnum og fylgiskjölum, svo og bréf, myndrit og skeyti eða samrit þeirra, þar með talin gögn sem varðveitt eru í tölvutæku formi, á örfilmu eða annan sambærilegan hátt, skulu varðveittar hér á landi á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.”
Málafærsluskjöl
Margir lögfræðingar og lögfræðistofur hafa valið að geyma málafærsluskjöl sín hjá okkur. Gott aðgengi og tiltækanleiki þarf að vera á málafærsluskjölum þegar grípa þarf til þeirra. Einn megin ávinningur lögfræðinga á að geyma skjöl sín hjá okkur er sá að geymslur okkar eru hita- og rakastýrðar. Lögfræðingar eru því fullvissir um að koma að skjölunum í sama ástandi og þau komu til okkar þó svo að árin líði.
Teikningar
Teikningar hlaðast upp hjá arkitektum, rafvirkjum, pípulagningarmönnum og fleiri sérfræðingum tengdum t .d. byggingariðnaði. Gagnageymslan er besti kosturinn sem hægt er að velja við geymslu á ýmsum verkefnum sem ekki mega glatast