Þú pakkar, við geymum

Þú pakkar þeim gögnum í kassa sem þú vilt að við geymum. Við útvegum þér þar til gerða Gagnageymslukassa, lok og strikamerki til að merkja hvern kassa. Þú færð svo hjá okkur skjal til að merkja við hvert strikamerki hvert innihald kassans er og hvenær hann er kominn á tíma í eyðingu. Innihaldið er óþekkt öllum öðrum en þér. Þegar allt er klárt þá sækjum við kassana til þín og komum þeim fyrir í Gagnageymslunni. Hver Gagnageymslukassi er 40cm x 34cm og hæðin er 25 cm.

Allir kassar eru eins - hver hefur sitt strikamerki sem vísar á eiganda og innihaldslýsingu í tölvukerfi Gagnageymslunnar.

Hvert fara skjölin?

Kassarnir geymast í sérhönnuðu húsnæði okkar að Smiðshöfða 1. Þar er fullkomin þjófavörn og brunavarnakerfi. Öryggiskerfi er beintengt við öryggismiðstöð og brunavarnakerfi er beintengt slökkvistöð. Öryggiskerfið er virkt þrátt fyrir rafmagnsleysi í borginni.

 

Að finna gömul skjöl

Það kannast allir við það að þurfa að leita í gömlum skjölum. Með því að flokka skjöl þín í kassa og geyma hjá okkur kemur þú reglu á þessi gömlu skjöl. Þegar þú eða við höfum fundið það sem þú leitar að komum við með skjalið til þín eða sendum í tölvupósti – allt eftir þínum óskum. Við getum jafnvel sent þér kassann eða kassana og sækjum svo þegar þú hefur lokið við að nota skjölin.

Við höfum yfir að ráða góðri aðstöðu ef þú vilt koma til okkar og fara í gegnum skjölin þín. Í húsnæði okkar er ljósritunarvél, fax og þú getur einnig fengið aðgang að tölvu tengda Internetinu.

 

Fullur trúnaður

Starfsmenn okkar eru þeir einu sem hafa aðgang að geymslusvæðinu og vinnur starfsfólk okkar samkvæmt ströngum reglum um öryggi og trúnað. Engin starfsmaður handleikur gögnin þín án þess að þú gefir okkur skriflega heimild til.

 

Eyðing

Við gerum ráðstafanir til þess að eyða gögnunum þínum þegar þau eru komin á tíma. Bókhaldsgögn þurfa t.d. að verða sjö ára gömul áður en þeim má eyða. Þegar við höfum eytt gögnum færðu senda skriflega staðfestingu um að þeim hafi verið eytt.

Verð

Gagnageymslan býður uppá fulla þjónustu við geymslu skjala á verði sem er jafnvel lægra en núverandi kostnaður þinn við þá fasteign sem notuð er sem geymsla. Hvað kostar þig raunverulega að geyma gögn þín í dag? Það hefur sýnt sig í öllum tilfellum að ávinningur fyrirtækja og stofnanna að geyma gögn hjá okkur er ótvíræður.

Hringdu í okkur í dag og við hjálpum þér að meta ávinninginn sem er af því að geyma gögnin þín á öruggan hátt hjá okkur. Síminn er 587 9800.